Saturday, May 5, 2007

Veikur

Úff, ekki ætlar þessi helgi að verða jafnmikil menningar-, golf,- og drykkjuhelgi og vonast var til. Ég er kominn með hálsbólgu og hita og finn að kvefið er koma á fullri ferð. Ég sem hafði hugsað mér á eina til tvo tónleika og liggja svo í golfi á Þorlákshöfn. Þetta ætlaði ég að gera þar sem við Róbert erum einir heima um helgina. En nei, í staðinn er ég hundlasinn og þýðandi og prófarkalesandi.

Ég náði þó að fara með Róberti í bíó í gær og í fyrrakvöld fór ég á vortónleika Kvennakórs Reykjavíkur. Sá kór er á leiðinni út í kórakeppni og býst ég við að þeim eigi eftir að ganga með ágætum vel. Allavega hljómaði kórinn virkilega fallega. Gunnar Guðbjörnsson fannst mér reyndar óþarflega áberandi á þessum tónleikum, ég skildi í raun ekki af hverju hann var látinn syngja 5 einsöngslög á kórtónleikum. En ég hef svo sem ekki verið allt of duglegur að fara á kórtónleika, svo kannski er þetta algengt. Það breytir því ekki að þetta voru þrusufínir tónleikar og ég óska Kvennakórnum alls hins besta í útlandinu.

Og nú þarf ég að snýta mér.

No comments: