Wednesday, December 19, 2007

Rhino

Í nýafstöðnu enskuprófi áttu nemendur til dæmis að þýða orðið "rhino".

Flestir sögðu: "Nashyrningur"

Tveir teiknuðu mynd af nashyrningi, mundu ekki íslenska heitið.

Tveir sögðu: "Einhyrningur".

Og einn sagði: "Þríhyrningur."

Friday, December 14, 2007

Síðasti Sopranos-þátturinn...

...er búinn.

Fínn endir.

Skil samt alveg fjaðrafokið sem varð eftir sýningu hans í Bandaríkjunum.

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar þættinum lauk var: "Djö..."

En svo hugsaði ég bara: "Þetta var nú bara nokkuð mikil snilld."

Allavega: "Bless Tony! Takk fyrir skemmtunina!"

Thursday, December 13, 2007

Ég er með hnút í maganum.

Í kvöld er síðasti Sopranos-þátturinn. 

Gúlp. 

Tuesday, December 11, 2007

Takk fyrir mig, Júlía og co!

Stuttverkið "Á í messunni" eftir mig í leikstjórn Júlíu Hannam, var frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudagskvöldið og vá hvað mér fannst það skemmtilegt! Baldur Ragnarsson og Árni Hjartarson fóru hreinlega á kostum og ekki voru útvarpsraddirnar síðri, með Hjörvar Pétursson í fararbroddi. Seinni sýningin verður svo í kvöld og þá ætla ég að reyna að taka kameruna með, ef ég kemst. 

Svo ætlar Liverpool að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.

Já já, það er nú bara formsatriði.

Sunday, December 2, 2007

Í gærkveldi skrapp ég á Þingvelli til að gubba...

...það er eitthvað að klósettinu okkar, niðursturtið virkar ekki nógu vel. En það virkar mikið betur í Valhöll.