Sunday, August 31, 2008

Hahahaha!

Það er eingöngu Huggu Siggulárusystur að þakka að ég er nú aftur farinn að blogga. Hún á þessa bráðskemmtilegu færslu hér á undan, sem einhvern veginn endaði á blogginu mínu. Ég gekk semsagt ekki í bikiní í sumar (reyndar geng ég mikið í bikiní, en ég myndi aldrei segja frá því á netinu) og Gyða ku vera dóttir mín, ekki frænka.

Annars var sumarið svona hjá mér:

Missti tánögl: íbúfen og paratabsm 1 1/2 vika.
Missti hálskirtlana: Parkódín forte, 1 1/2 vika.
Fékk í bakið: Íbúfen, 1 vika.
Svo var restin reyndar alls ekki jafn lyfleg.

Nú er ég byrjaður að vinna á fullu. Kenna ensku, íslensku, goðafræði og leikritun í Hagaskóla, Það er nú bara helvíti skemmtilegt (reyndar er það alveg grútdjöfullleiðinlegt, en ég myndi aldrei segja frá því á netinu)

2. skólavika framundan. Nú ætla ég að vera duglegri að blogga. Allavega reyna. Að minnsta kosti einu sinni fyrir jól.

Sjáumst,
Árni