Sunday, May 20, 2007

Simlir og félagar, vinsælir alls staðar

Jæja, nú held ég að sé kominn tími til að rísa úr rekkju. Hef nú eiginlega verið veikur í hálfan mánuð. Söng til dæmis á tónleikum á miðvikudagskvöldið með 38,3 stiga hita. Held þetta sé í fyrsta skipti sem ég syng á tónleikum og hugsa í miðju lagi: "Hvað í fjandanum er ég að gera hérna?" Þetta var svolítið spes, en slapp samt allt fyrir horn.

Á fimmtudagskvöldið fór ég síðan með Shakespeare hópnum mínum í Þjóðleikhúsið/Listahátið og sá gestasýninguna Cymbeline og það var M A G N A Ð. Ég hafði nýlokið við að lesa leikritið og djöfull var þetta gaman og margt sniðugt og allt skemmtilegt og... s. frv.

Svo er margt á dagskránni. Húsfundur á þriðjudagskvöldið, stórleikur á miðvikdagskvöldið og stuttmynd eftir Sverri bróður frumsýnd í Tjarnarbíó á fimmtudagskvöldið, og Brekka, Eyjafjarðarsveit, föstudag til mánudag. Já, nú nenni ég ekki að vera veikur lengur.

No comments: