Tuesday, May 8, 2007

Æi, þetta er þarna kallinn hennar Sigguláru

Já, nú er konan orðin svo fræg að ég sé fram á að hér eftir (sem áður) verði ég einungis þekktur sem maðurinn hennar Sigguláru. Og það er nú svo sem alls ekkert leiðinlegt. Eiginlega bara gaman. Eiginlega bara ekkert eiginlega með það. Já, ég sagði henni nú allan tímann að leikritið hennar "Listin að lifa" yrði fyrir valinu sem áhugaleiksýning ársins, en hún tók það nú aldrei sérlega alvarlega. Verst að það fer að verða erfiðara fyrir mig að Ortona hana úr þessu(ekki víst að allir skilji hvað sögnin "að Ortona" þýðir, en það er nú bara skemmtilegt að giska þá).

Svo er ég enn veikur. Algjör aumingi. Já, hann er nú meiri auminginn, þarna, kallinn hennar Sigguláru.

2 comments:

Sigga Lára said...

Vona bara að kallinn minn fari ekki að fatta hvað hann skrifar skemmtilega, þá myndi hann sjálfsagt Ortona í hringi í kringum mig, en þá gæti auðvitað farið svo að ég þyrfti að Halliwella hann.

(Þessi var nú djúpur og aðeins fyrir mjög alvarlega leikskáldanörda.)

Magnús said...

Siggalára, ég ætla rétt að biðja þig að koma ekki nálægt verkfæratöskunni. Hnumfh!