Friday, May 11, 2007

Að skríða saman

Já, það getur verið gaman að skríða saman. Sérstaklega þegar maður er búinn að vera lasinn. Nú held ég að ég sé allur að koma til. Allavega fór ég í Vínbúðina í dag og keypti mér litla flösku (ekki pela) af Frægu skógarhænsni og ætla henni að hjálpa mér yfir síðasta þröskuldinn í átt að heilsu og fullkominni hamingju. Já, þetta er búinn að vera hálf ömurleg pesti. Ég missti t.d. af Erlu Dóru Vogler syngja á tónleikum sínum síðasta sunnudag og missti af Vox Academica flytja þýsku sálumessuna eftir Brahms og það sem verra var, ég missti af öllu golfinu sem ég ætlaði að spila síðustu helgi. Í kvöld fór ég á burtfarartónleika með Dagrúnu Ísabellu, sem er nemandi úr Söngskóla Sigurðar Demetz og voru þeir hreint prýðilegir. Drullufín rödd og assgoti góð leikkona líka, þannig að hún á framtíðina fyrir sér.

No comments: