Monday, November 10, 2008

Mitt framlag

Mér líður vel.

Lífið er dásamlegt.

Knús á alla broslausa.

Monday, October 13, 2008

Til hamingju með 100 ára afmælið, Steinn Steinarr!

LEIKSÝNING (úr ljóðabókinni "Ljóð" frá 1937)

Hin mikla leiksýning
var loks á enda.
Eins og logandi blys
hafði leikur minn risið
í hamslausri gleði
og friðlausri kvöl,
uns hann féll á ný
í skoplegri auðmýkt
til upphafs síns.
Það var lífið sjálft,
það var leikur minn.
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn.
Og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.

Tuesday, October 7, 2008

Mér finnst gaman að kenna!

Einhver nemandi minn hefur slysast inn á þessa aumingja síðu mína og kosið að túlka orð mín úr síðustu færslu á þann veg að mér finnist leiðinlegt að kenna. Þetta er ókosturinn við hið ritaða orð, það sést ekki alltaf hvenær maður er að reyna að vera fyndinn. En mér finnst sem sagt gaman að kenna og ég geng aldrei í bikíni. Dagsatt. Nú er ég ekki að reyna að vera fyndinn. Og nú þori ég aldrei að vera fyndinn aftur, eða nei... ok, alltaf þegar ég skrifa eitthvað sem mér finnst fyndið (gerist sjaldan, blogga sjaldan) skrifa ég svona: (HLÁTUR). Dæmi: Einu sinni áttu nemendur að þýða orðið "rhino" á enskuprófi. Flestir skrifuðu nashyrningur, einhverjir skrifuðu einhyrningur, þrír teiknuðu mynd af nashyrningi og tveir skrifuðu "þríhyrningur" (HLÁTUR).
Auðvitað finnst mér gaman að kenna!

Sunday, August 31, 2008

Hahahaha!

Það er eingöngu Huggu Siggulárusystur að þakka að ég er nú aftur farinn að blogga. Hún á þessa bráðskemmtilegu færslu hér á undan, sem einhvern veginn endaði á blogginu mínu. Ég gekk semsagt ekki í bikiní í sumar (reyndar geng ég mikið í bikiní, en ég myndi aldrei segja frá því á netinu) og Gyða ku vera dóttir mín, ekki frænka.

Annars var sumarið svona hjá mér:

Missti tánögl: íbúfen og paratabsm 1 1/2 vika.
Missti hálskirtlana: Parkódín forte, 1 1/2 vika.
Fékk í bakið: Íbúfen, 1 vika.
Svo var restin reyndar alls ekki jafn lyfleg.

Nú er ég byrjaður að vinna á fullu. Kenna ensku, íslensku, goðafræði og leikritun í Hagaskóla, Það er nú bara helvíti skemmtilegt (reyndar er það alveg grútdjöfullleiðinlegt, en ég myndi aldrei segja frá því á netinu)

2. skólavika framundan. Nú ætla ég að vera duglegri að blogga. Allavega reyna. Að minnsta kosti einu sinni fyrir jól.

Sjáumst,
Árni




Friday, July 4, 2008

Sumar og (vonandi) sól

Nennir nokkur að lesa blogg hvort sem er á þessum árstíma.
Það held ég bara ekki.
Er komin á Austurlandið og verð hér eitthvað áfram. Á milli þess sem ég les góðar bækur og heimsæki fólk reyni ég að myndast við að passa Gyðu frænku. Það spáir sól og blíðu um helgina svo kannski ég vígi bikinið sem ég keypti mér í júní.
Kýki á póstinn minn reglulega svo það er í lagi að senda línu ef eitthvað er.

Tuesday, January 8, 2008

Gleðilegt nýtt ár!

Ekki var nú jólafríið alveg eins og ég hafði óskað mér. Hiti, kvef og hausverkur. En ég náði þó að lesa jólabækurnar sem ég fékk:

Maður gengur með - Darri Einhversson

Nokkuð skemmtilega skrifuð og mjög fljótlesin meðgöngu- og fæðingarsaga.

Sögur úr Síðunni - Böðvar Guðmundsson
 
Þrettán samhangandi frásögur úr sömu sveit. Yndislega skemmtilegar flestar. Ekta bók fyrir sveitastráka eins og mig.

On Chesil Beach -Ian McEwan

Stutt, en rosalega vel skrifuð bók eftir uppáhaldið mitt. Stóð mig oft að því að hrista höfðuðið yfir snilldinni sem þarna var rituð.

Jarlhettur -Björn Th. Björnsson

Síðasta bók höfundar. Því miður ekki sérstaklega merkileg bók. Hef reyndar ekki lesið aðrar bækur eftir Björn, en mér finnst þessi bók ekki vera tilbúin, og velti fyrir mér hvort höfundur hafi yfirleitt ætlað sér að fá hana útgefna. 

Og nú ræðast ég á bókaskápinn og kippi Magnus Mills með mér í bólið.