Friday, May 11, 2007

Að skríða meira saman

Á morgun ætla ég að halda áfram með viskíið mitt og horfa á Júróvísjón, án Eika frænda. Hann stóð sig nú samt bara vel. Ég er reyndar farinn að hallast að því að konan mín hafi rétt fyrir sér að það sé ekkert Austur Evrópu-samsæri í gangi. Allavega fór ég yfir einkunnirnar mínar og sá að þetta voru hin ágætustu lög sem komust áfram, Hvíta Rússland og Serbía voru reyndar hörmung, en hin lögin voru með þeim betri í keppninni. Ég var þó hissa á að Kýpur kæmist ekki áfram, það fannst mér bæði júróvísjónlegt og fínt. Þau lög sem mér fannst best komust áfram og þar sem ég hef ekki heyrt lögin sem komin eru í úrslit (nema Úkraínu, sem er ömurlegt) held ég með Ungverjalandi og Makedóníu.

Heyrið annars! Ef röddin mín og heilsa lofar syng ég ein fjögur lög á ljóðadeildartónleikum í skólanum mínum á miðvikudagskvöldið. Það er að sjálfsögðu öllum sem áhuga hafa velkomið að kíkja við, því nú hyggst ég leggja söngnámið á hilluna og halda sem mest kjafti og því ekki seinna vænna að heyra í mér. Ég auglýsi þetta betur er nær dregur.

Nú ætla ég aftur á móti að þýða og drekka viskí.