Wednesday, March 28, 2007

Ég á góða konu

Jeij, nú á dögunum röltum við konan í bæinn og komum við í Nexus, þar sem konan keypti handa mér ALLAR FIMM seríur Six Feet Under. Er strax byrjaður að glápa og finnst hreinn unaður. Sá á sínum tíma bara hluta af fyrstu seríu og ekkert af 4. og 5. seríu. Persónurnar eru eitthvað svo fáránlegar, fyndnar, og um leið eitthvað svo sannar. Snilldar þættir. Nammi, nammi.

Annars er mikið að gera við þýðingar og söng, og annað kvöld er ég að fara að horfa á King Lear með nýja leikrita/kvikmyndaklúbbnum mínum, sem samanstendur af eintómum snillingum. Ætlunin er að reyna að taka eitt leikrit/kvikmynd fyrir í mánuði, og það er vonandi að þetta gangi sem lengst. Ég lít á þetta sem langan háskólakúrs og finnst þetta ein besta hugmynd sem okkur félögunum hefur dottið í hug í háa herrans tíð. Kvikmynd, viskí og leikritakrufning! Smjatt, smjatt.

3 comments:

Gilitrutt said...

gott að eiga góða konu - þessi klúbbur hljómar vel - er þetta téður kóngur Lér með séra Óliver? Eina sem mér finnst vanta þarna upp á eru vindlar með viskíinu.

Árni Friðriksson said...

Nei, þetta var áhugaverður Lér með Paul Scofield í leikstýringu Peters nokkurs Brook. Helvíti fín bara, en augljóslega bara fyrir þá sem lesið hafa leikritið(var sem betur fer búinn að því) Næst á dagskrá er svo að horfa á útgáfu Kurosawa, "Ran" og svo á að lesa "Sölumaður deyr"! Jamm. Gaman.

Anonymous said...

hi, rannsoknarskip.blogspot.com!
[url=http://viagrakaufen.fora.pl/] viagra kaufen rezeptfrei[/url] [url=http://viagrabestellen.fora.pl/] viagra bestellen ohne rezept[/url] [url=http://viagradeb.fora.pl/] viagra bestellen rezeptfrei[/url] [url=http://viagradea.fora.pl/] viagra bestellen ohne rezept[/url] [url=http://viagradec.fora.pl/] viagra ohne rezept[/url] [url=http://viagraded.fora.pl/] viagra bestellen ohne rezept[/url]