Wednesday, February 25, 2009

Kæri Davíð

Já, já, þú ert merkilegur maður. Já, já og umdeildur. Já, já, þú ert þú ert þú. Eða eins og þú orðar það svo vel: Ég, ég, ég, ég, ég, væl, væl, væl, ég, ég.

En ef ég lít á þetta út frá þinni aðferðafræði er auðvelt að komast að eftirfarandi niðurstöðu:

Aðeins þú og enginn nema þú væri ekki löngu búinn að segja af sér. Sættu þig við það. Þú ert seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri seðlabanka sem brást, sama hvað þú segir. Seðlabankastjóri þarf því að fara. sem sagt. Þú þarft að fara. Þú átt að vera löngu farinn. Hvað ert þú þá að undra þig yfir því að það þurfi að eyða tíma í búa til ný lög til að bola þér í burtu. Það ert þú sem ert að eyða tíma þingsins.

Davíð, þú varst búinn að margvara ríkisstjórnina við. Þú vissir hvert stefndi nánast frá upphafi. Dabbi minn, þú ert seðlabankastjóri. Ekki er það nú sannfærandi seðlabankastjóri sem tekst ekki að sannfæra aðra. Þér mistókst hrapalega í þinu starfi. Það virðast allir sjá það nema þú. Eða eins og þú orðar það svo vel: Ég, ég, ég, ég, ég, væl, væl, væl, ég, ég.

Davíð, ég og ég og ég og ég erum búnir að fá nóg af þessu væli í þér. Ekki fara aftur í pólitík eftir seðlabankann. Þú ert búinn að skjóta þig nógu oft í bakið. Fáðu þér te og skrifaðu smásögu.

kveðja,

Músin segir mjámjá

No comments: