Friday, January 9, 2009

Nýtt ár, ný fyrirheit

Til hamingju með árið. 

Ég ætla að strengja nokkur áramótaheit. 

1. Missa 5 kíló á árinu. Núna eftir jólin er ég orðinn 83,5 og ætla því að verða 70 og eitthvað.
2. Fara á grunnnámskeið í stærðfræði.
3. Blogga oftar en 2008. Strax kominn vel af stað með það.
4. Gera eitthvað menningarlegt á hverjum degi og blogga um það reglulega.
5. Reyna eins og ég get að skrá mig ekki á fésbók.
6. Vera góður.
7. Mótmæla allavega tvisvar.
8. Vera duglegur að skrifa (ekki bara blogg).
9. Vinna hlutverkið "Besti vinur Friðriks" af Sigguláru núna í feðraorlofinu.
10. Nota nýju, feitu, ítölsku matreiðslubókina sem við fengum í jólagjöf.

Menning dagsins: Las "Herra Pip" eftir Lloyd Jones fyrir og um jólin. Áhugaverð og vekur hjá manni áhuga á að lesa nú einhvern tímann heila Dickens-bók (hef byrjað á þeim nokkrum og kláraði reyndar Ólíver Twist). Í Herra Pip er það Great Expectations sem er stöðugt vitnað í og bókin byrjar sem frekar sakleysislegar æskuminningar og kemur svo nokkuð hressilega aftan að manni þegar líða tekur á hana. Gæti orðið nokkuð áhrifamikil kvikmynd, kannski ég gái fyrir næsta blogg hvort hún sé komin á imdb.

1 comment:

Gummi Erlings said...

Hmm, mér sýnist í fljótu bragði að 1. og 10. geti stangast á ef ekki er haldið vel á spöðum:)