Thursday, April 12, 2007

Ég er klaufi

Konan nýbúin að elda sér hádegismat þegar ég skelli innkaupapokanum upp á eldavélina og byrja að tína úr honum inn í ísskáp. Skyndilega finn ég einkennilega lykt og segi "sjitt" á innsoginu og ríf pokann af eldavélinni, en botninn varð eftir suður á Hellu og restin af matvörunum hrynur á gólfið, nema mjólkurkexið. Eins gott að Gyða er ekki orðin nógu gömul til að spyrja: "Pabbi, af hverju er kexið mitt svart og skrýtið á bragðið?"

Já, kexið frá Fróni kemur við sögu á hverjum degi.

5 comments:

Sigga Lára said...

Tekið skal fram að maturinn sem eldaður var var aðeins handa mér. Húsbóndinn er á Special K kúrnum.

Sigga Lára said...

Að eigin ósk og frumkvæði. Mér finnst hann alltaf jafn fagur og magur.

Magnús said...

Konan nýbúin, restin hrynur og kexið frá Fróni. Skamm.

Þórunn Gréta said...

Þarna sérðu Árni! Megrun er til einskis. Ef þú hefðir borðað með hinum eins og lög gera ráð fyrir, þá hefðirðu vitað að hellan var heit og þá hefði aldrei kviknað í kexinu! Hins vegar hefur þetta örugglega verið skemmtileg sena.

Árni Friðriksson said...

Sorrí, Magnús. Varð að flýta mér, svo ég yrði á undan Sigguláru að blogga þetta. Notaði tímann á meðan hún veltist um í hláturskrampa á eldhúsgólfinu.