Sunday, April 15, 2007

Bíó, bíó, leikhús og ópera!

Tengdamamma kom um helgina, aðallega í þeim tilgangi að passa, svo ekki gat ég setið heima og horft á sjónvarpið. Byrjaði á að sjá 300 í bíó. Hafði bara nokkuð gaman af. Er skítsama um sögufölsunina sem margir einblína á, ég sé ekki fyrir mér að þessi mynd verði einhvern tímann notuð í sögukennslu í framhaldsskóla. Daginn eftir fór ég svo með Róberti að sjá TNMT eða TMNT, man ekki alveg. Það var mynd um ninjaskjaldbökubræður og pabba þeirra, sem var einhvers lags rotta. Hún var nú bara alveg ágæt líka (myndin og rottan). Svo fór ég með frúnni að sjá leikritið Bingó eftir Hrefnu, "systur" mína. Það var gaman. Feikna skemmtilegir leikararar og leikstjóri þar á ferð. Svo fór ég í óperuna í gær og sá Cavelleria Rusticana eftir Mascagni. Það var drullugott. Elín Ósk fór sérdeilis á kostum. Virkilega flott uppsetning, það eina sem pirraði mig var hvað einsöngvararnir voru allir vel klæddir.

Svo ætla ég loksins að drífa mig á Epli og Eikur á miðvikudaginn. Og kannski jafnvel á Lífið - notkunarreglur næstu helgi og svo Hugleik í kjallaranum í næstu viku og svo Hjónabandsglæpi og Cymbeline í Þjóðleikhúsinu og... hvar endar þetta eiginlega? Ég ætti kannski að semja við tengdamömmu að vera lengur?

No comments: