Saturday, November 17, 2007

Kominn aftur.

Vonandi til að vera í þetta skiptið. Já, sumarið setti bloggið á hóld og svo byrjaði ég að vinna eðlilega vinnu í haust, eftir margra ára tjill og fyrir vikið hafa hellst yfir mig flensur af ýmsum stærðum og gerðum. Ég er nefnilega nákvæmlega eins og börn sem eru að byrja á leikskóla. Hef verið allt of lengi í sóttkví. Já, nú er ég byrjaður að kenna 8. bekk Hagaskóla, ekki bara ensku, heldur líka sögu, landafræði, lífsleikni og íslensku. Já, þetta er náttlega helvíti töff, en líka bara geðveikt kúl og skemmtilegt. Á degi íslenskrar tungu lék ég minn þátt úr sagnadagskrá Hugleiks fyrir umsjónarnemendur mína, sem síðan hófu að segja draugasögur í framhaldi af því, þannig að það var sko haldið upp á afmæli Jónsa með stæl! Reyndar las ég líka fyrir þau kafla úr "Fáfræðinni" eftir Milan Kundera um flutninginn á beinum Jónasar. Alveg stórkostlegur kafli úr massafínni bók. En ég er ekki eins viss um að nemendur hafi skilið hann eða haft yfirleitt einhverja ánægju af honum.

Jæja, That's it for now.

P.S. Kæru nemendur, ef þið slysist inn á þetta blogg, þá er þetta heimaverkefni handa ykkur. Gjöra svo vel að snara þessum texta yfir á íslensku. :)

No comments: