Friday, November 30, 2007

Hátíðarlituð tónleikaröð

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá mér síðan síðast. Síðustu vikuna er ég búinn að fara á þrjá tónleika, tvö bekkjarkvöld, eitt bíó og svo er ég náttúrulega búinn að vera vinna eins og þræll. Og svo er konan mín bara ólétt heima og Gyða litla gubbandi.

Já, fyrir viku fór ég að sjá Jón Þorsteinsson og Hörð Áskelsson í Neskirkju. Það voru gullfallegir tónleikar, svo manni vöknaði um augu. Jón söng upp sálma af nýjum diski og nokkur verk eftir Bach. Ríkharður Örn mætti á sömu tónleika og ég og fór út í fýlu sýnist mér á dómnum hans í Mogganum. Allt vegna þess að ekki var ritað tónleikaprógramm. Og hvað? Átti það að hjálpa honum að vita númer hvað sálmurinn er í sálmabókinni?

Á laugardagskvöldið fór ég svo að sjá Beowolf með Róberti. VÁÁ! Þvílík upplifun! 3D snilld! Drífa sig að sjá hana í bíó. Það er örugglega ekkert varið í hana annars staðar. Þetta er sko alvöru ævintýri.

Á þriðjudagskvöldið var svo bekkjarkvöld hjá bekknum mínum í Hagaskóla. Tókst súpervel! Ég var mjög stoltur af "börnunum" mínum.

Svo fór ég á bekkjarkvöld hjá Róberti á fimmtudagskvöldið og þaðan fórum við Róbert að sjá aðventutónleika Kvennakórs Reykjavíkur. Amma hans Róberts var náttúrulega best og maður komst bara í ljómandi jólaskap.

Svo fór ég nú í kvöld á jólatónleika Vox Academica og það var nú barasta snilld. Þessi verk voru bara frábær. Gloria eftir Poulenc og jólakantata eftir Honnegger. Sinfóníuhljómsveit og flottur kór, einsöngvarar og lang lang flottasta Heims um ból sem ég hef heyrt, eða mun heyra.

Svo er jólahlaðborð með Hagaskóla á Þingvöllum annað kvöld. Best að fá sér einn bjór til að hita upp.


1 comment:

Elísabet Katrín said...

Ég komst nú bara í jólaskap við að lesa bloggið þitt :)