Thursday, November 22, 2007

Fimmtudagar eru sjónvarpsdagar.

Brothers & Sisters: Nákvæmlega eins og Dallas, en ágætis afþreying. 


House: Sá reyndar bara seinni helminginn og sennilega var þetta versti þátturinn frá byrjun, en Hugh Laurie er magnaður leikari.


The Sopranos: Miklir snilldarþættir. Og greinilega að klárast fyrst það er farið að drepa lykilpersónur. HBO eru algjörir snillingar þegar kemur að vel skrifuðu sjónvarpsefni. Sopranos, Six feet under og Deadwood(já og jafnvel sex and the city). Hvernig er þetta hægt? Six Feet búið, Deadwood búið(á reyndar eftir að sjá slatta), Sopranos næstum búið. Soldið sorglegt.


Yfirleitt horfi ég líka á 07/08, en missti af því núna. Þannig að ekki heimsækja mig á fimmtudagskvöldum :)

1 comment:

Gummi Erlings said...

Jæja, gleði á þínu heimili, vænti ég? :)