Sunday, August 31, 2008

Hahahaha!

Það er eingöngu Huggu Siggulárusystur að þakka að ég er nú aftur farinn að blogga. Hún á þessa bráðskemmtilegu færslu hér á undan, sem einhvern veginn endaði á blogginu mínu. Ég gekk semsagt ekki í bikiní í sumar (reyndar geng ég mikið í bikiní, en ég myndi aldrei segja frá því á netinu) og Gyða ku vera dóttir mín, ekki frænka.

Annars var sumarið svona hjá mér:

Missti tánögl: íbúfen og paratabsm 1 1/2 vika.
Missti hálskirtlana: Parkódín forte, 1 1/2 vika.
Fékk í bakið: Íbúfen, 1 vika.
Svo var restin reyndar alls ekki jafn lyfleg.

Nú er ég byrjaður að vinna á fullu. Kenna ensku, íslensku, goðafræði og leikritun í Hagaskóla, Það er nú bara helvíti skemmtilegt (reyndar er það alveg grútdjöfullleiðinlegt, en ég myndi aldrei segja frá því á netinu)

2. skólavika framundan. Nú ætla ég að vera duglegri að blogga. Allavega reyna. Að minnsta kosti einu sinni fyrir jól.

Sjáumst,
Árni




4 comments:

Sigga Lára said...

Vil líka taka það fram að Árni myndi aldrei Kíkja með ufsuloni!

Anonymous said...

Fynst þer i alvöru leðinlegt a kena okkur Árni? Mér fynst mjög leðinlegt að heira það.

Einn svegtur nemandi.

Árni Friðriksson said...

Auðvitað finnst mér það ekki, svekkti nemandi. Ég er bara með svona einkennilegan húmor sem ekki allir skilja. Taktu gleði þína á ný, mér finnst mjög gaman að kenna ykkur. Þér sérstaklega, herra/fröken svekkt/ur. :)

Kveðja,
Árni

Árni Friðriksson said...

Og ég geng í alvöru aldrei í bikini!