Tuesday, January 8, 2008

Gleðilegt nýtt ár!

Ekki var nú jólafríið alveg eins og ég hafði óskað mér. Hiti, kvef og hausverkur. En ég náði þó að lesa jólabækurnar sem ég fékk:

Maður gengur með - Darri Einhversson

Nokkuð skemmtilega skrifuð og mjög fljótlesin meðgöngu- og fæðingarsaga.

Sögur úr Síðunni - Böðvar Guðmundsson
 
Þrettán samhangandi frásögur úr sömu sveit. Yndislega skemmtilegar flestar. Ekta bók fyrir sveitastráka eins og mig.

On Chesil Beach -Ian McEwan

Stutt, en rosalega vel skrifuð bók eftir uppáhaldið mitt. Stóð mig oft að því að hrista höfðuðið yfir snilldinni sem þarna var rituð.

Jarlhettur -Björn Th. Björnsson

Síðasta bók höfundar. Því miður ekki sérstaklega merkileg bók. Hef reyndar ekki lesið aðrar bækur eftir Björn, en mér finnst þessi bók ekki vera tilbúin, og velti fyrir mér hvort höfundur hafi yfirleitt ætlað sér að fá hana útgefna. 

Og nú ræðast ég á bókaskápinn og kippi Magnus Mills með mér í bólið.

2 comments:

Elísabet Katrín said...

Ég sem hélt að fyrst þú værir kominn aftur á msn, þá væriru líka farinn að blogga aftur, en nei...borin von ;) see ya :)

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Servidor, I hope you enjoy. The address is http://servidor-brasil.blogspot.com. A hug.