Thursday, June 7, 2007

Listin að lifa

Fór í Þjóðleikhúsið í kvöld með frægu (og fallegu) konunni minni og sá "athyglisverðustu áhugaleiksýninguna" eða hvað þetta er nú kallað. Skemmti mér rosalega vel, hló og hló og felldi tár í að ég held bara í þriðja sinn í leikhúsi. (Hin skiptin sem ég man eftir eru La Boheme í íslensku óperunni og Í djúpi daganna í Nemendaleikhúsinu). Hví grenjar maður ekki meira í leikhúsi? Ég held að hvað mig varðar þá hafi ég unnið of mikið við leikhús til að lifa mig almennilega inn í verkin. Maður veit að þegar persónurnar fara út af sviðinu og eiga kannski að vera að fremja morð, þá eru þeir sennilega bara að pissa eða reyna við sminkuna.

Allavega, mæli með að fólk drífi sig annað kvöld!

En nú er ég að fara í Bandalagsskólann í Svarfaðardal og síðan til Montpellier á Frakklandi þannig að nú hefst mjög sennilega lengsta blogghléið mitt hingað til.

Gleðilegt Sumar!

2 comments:

Magnús said...

Hva, á ekkert að fara að blogga?

Anonymous said...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Até mais.